Houston valdi Þorleif

Þorleifur Úlfarsson er kominn til Houston Dynamo.
Þorleifur Úlfarsson er kominn til Houston Dynamo. Ljósmynd/MLS

Knattspyrnumaðurinn Þorleifur Úlfarsson var í kvöld valinn af Houston Dynamo í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum. Var hann fjórði leikmaðurinn sem var valinn í fyrstu umferð valsins.

Hinn 21 árs gamli Þorleifur gerði góða hluti með Duke-háskólanum, áður en hann skráði sig í nýliðavalið.

Þorleifur hefur leikið með Augnabliki í 3. deild, Víkingi Ólafsvík í 1. deild og einn leik með Breiðabliki í efstu deild. Alls hefur hann skorað tólf mörk í 33 deildarleikjum hér á landi, þar af tólf í 3. deild.

Houston hafnaði í þrettánda og neðsta sæti Vesturdeildarinnar á síðustu leiktíð og vann sex af 34 leikjum.   

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert