Samstarfið feli einnig í sér farsímaleiki

Riot Games.
Riot Games. Grafík/Riot Games

Stórfyrirtækin Riot Games og Xbox hófu nýlega samstarf en með því gerðust stærstu leikir Riot Games aðgengilegir til spilunar í gegnum Xbox Game Pass.

„Þar sem tvö ástríðufyllstu fyrirtækin í heimi hafa komið saman, þá erum við spennt fyrir því að deila þeirri ást sem við berum fyrir leikmannamiðuðum og keppnisbundnum tölvuleikjum með Xbox-leikmönnum,“ segir í tilkynningu frá Riot Games.

„Í fyrsta skiptið á Game Pass, teygir samstarf okkar anga sína út fyrir PC-tölvur svo það feli einnig í sér tölvuleiki sem einungis eru aðgengilegir á farsímum.“

Með Riot Games-aðgangi og Game Pass-áskrift hafa leikmenn getað opnað fyrir sérstök verðlaun en nánar um fríðindin má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert