Átta nýliðar mæta Eistlandi

Hlín Eiríksdóttir er fyrirliði og leikur sinn 20. A-landsleik í …
Hlín Eiríksdóttir er fyrirliði og leikur sinn 20. A-landsleik í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu sem mætir Eistlandi í vináttulandsleik sem hefst í Pärnu klukkan 16.

Ísland teflir fram U23 ára liði í leiknum en hann skráist eftir sem áður sem A-landsleikur þar sem mótherjinn er A-landslið Eistlands.

Hlín Eiríksdóttir er fyrirliði og leikur sinn 20. landsleik og þær Ída Marín Hermannsdóttir og Barbára Sól Gísladóttir leika báðar sinn þriðja A-landsleik.

Hinar átta í byrjunarliðinu fá þar með allar sinn fyrsta A-landsleiki í dag, sem og allar þær sem kunna að koma inná sem varamenn.

Hinar í byrjunarliðinu eru Auður Scheving markvörður, Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, Arna Eiríksdóttir, Karen María Sigurgeirsdóttir, Katla María Þórðardóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir, Sólveig J. Larsen og Diljá Ýr Zomers.

Á bekknum eru Tinna Brá Magnúsdóttir markvörður, Birta Georgsdóttir, Unnur Dóra Bergsdóttir, Sóley María Steinarsdóttir, Gyða Kristín Gunnarsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Dagný Rún Pétursdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert