Vínkælarnir flugu út

Þröstur Heiðar Líndal og Bjarni Ákason í Bakó Ísberg.
Þröstur Heiðar Líndal og Bjarni Ákason í Bakó Ísberg. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

Á netverslunardeginum Singles Day, 11. nóvember, seldust meira en fimmtíu vínkælar í nýrri netverslun Bakó Ísberg. Fyrirtækið, sem þekkt er fyrir að selja stóreldhúsum og bakaríum tæki og tól, horfir nú í meira mæli á einstaklingsmarkaðinn, eftir að dró úr sölu á fyrirtækjamarkaði vegna veirunnar. „Það var ágætisverkefnastaða hjá okkur fram eftir öllu ári, en eftir að önnur bylgja faraldursins hófst í ágúst þá slokknaði á þessu,“ segir Bjarni Ákason, framkvæmdastjóri og eigandi.

Eitt af því sem fyrirtækið gerði til að bregðast við ástandinu var að opna fyrrnefnda vefverslun. „Við fjárfestum bara fullt af peningum í þessu og erum núna komnir með hörkufína netverslun,“ segir Bjarni. Undir það tekur Þröstur Heiðar Líndal meðeigandi.

Þeir segja að brjálað hafi verið að gera í vefversluninni á Singles Day og vínkælar og japanskir hnífar hafi rokið út. „Fram að því höfðu aðallega selst minni hlutir í vefversluninni, en þarna flugu út vínkælar af öllum stærðum og gerðum.“

Langt umfram markmið

Bjarni segir að fyrirtækið hafi samið við franska vínkælafyrirtækið La Sommelière í byrjun ársins, og markmiðið hafi verið að selja 100 kæla. „Núna förum við yfir 200 skápa á árinu.“

Um er að ræða skápa í mörgum stærðum, allt frá því að rúma eina vínflösku og upp úr. „Mest fór af skápum fyrir 56 flöskur sem bjóða upp á tvö hitastig.“

Spurðir af hverju vínkælar séu jafn vinsælir í kófinu og raun ber vitni, segja þeir Bjarni og Þröstur að líklega séu Íslendingar búnir að átta sig á að það borgi sig ekki að drekka vont rauðvín. „Svo held ég að fólk sé meira að gera vel við sig heima við, eða uppi í sumarbústað.“

Meira um málið í ViðskiptaMogganum í morgun.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK