Sara Björk skrifar undir hjá Evrópumeisturunum

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skrifað undir samning til 2022 við …
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur skrifað undir samning til 2022 við Lyon. Ljósmynd/Lyon

Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðsfyr­irliði Íslands í knatt­spyrnu, hefur formlega skrifað undir tveggja ára samning við Evrópumeistara Lyon en félagið birti myndir af athöfninni á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Sara Björk er 29 ára gömul en hún kemur til félagsins frá Wolfs­burg þar sem hún hef­ur leikið frá 2016 en hún hef­ur fjór­um sinn­um orðið Þýska­lands­meist­ari með liðinu og þríveg­is bikar­meist­ari. Áður en hún gekk til liðs við Wolfs­burg lék hún með Rosengård í Svíþjóð frá 2011 til 2016 þar sem hún var fjór­um sinn­um Svíþjóðar­meist­ari og einu sinni bikar­meist­ari.

Lyon er sterk­asta kvennalið heims en liðið hef­ur unnið frönsku 1. deild­ina fjór­tán ár í röð. Liðið varð  Frakk­lands­meist­ari í fyrsta sinn árið 2007 en hef­ur unnið deild­ina sam­fleytt síðan þá. Þá hef­ur franska liðið haft al­gjöra yf­ir­byrði í Meist­ara­deild Evr­ópu und­an­far­in ár en liðið hef­ur unnið keppn­ina fjög­ur ár í röð, frá 2016 til árs­ins 2019, og Sara gæti unnið Evr­ópu­meist­ara­titil­inn 2020 með liðinu síðar á þessu ári.

Alls hef­ur Lyon sex sinn­um orðið Evr­ópu­meist­ari en ekk­ert lið hef­ur unnið keppn­ina oft­ar frá því að hún var sett á lagg­irn­ar tíma­bilið 2001-02. Sara Björk á að baki 131 A-lands­leik þar sem hún hef­ur skorað 20 mörk en hún tók við fyr­irliðaband­inu hjá ís­lenska landsliðinu árið 2017. Sara Björk er upp­al­in hjá Hauk­um í Hafnar­f­irði en hún lék með Breiðabliki í þrjú tíma­bil áður en hún hélt út í at­vinnu­mennsku.

Ljósmynd/Lyon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert