Skora á Svölu að mæta og syngja gamla góða lagið

María, Jóhann og hundurinn Máni Freyr. Bingóið lagðist niður síðustu …
María, Jóhann og hundurinn Máni Freyr. Bingóið lagðist niður síðustu tvö jól og þótti því tilvalið að gera eitthvað sérstakt í ár. mbl.is/Ari Páll

„Við viljum bara að fá að vita, frá Svölu, hvað þarf háa upphæð til að renna í gott málefni til þess að hún mæti og taki Ég hlakka svo til,“ segir Jóhann Alfreð Kristinsson uppistandari.

Hann kemur fram á fimmtudaginn ásamt stórskotaliði íslenskra uppistandara og stýrir bæði jólabingói og lifandi karaókí til styrktar Mæðrastyrksnefnd á Kex.

Í karaókí-inu, eða „jólasyngjóinu“ svokallaða, verður hægt að skora á vini og vandamenn að taka nokkur af ástsælustu jólalögum landsins við undirleik hljómsveitar fyrir ákveðna upphæð sem rennur til málefnisins.

Svala Björgvins. „Hvað þarf háa upphæð til að renna í …
Svala Björgvins. „Hvað þarf háa upphæð til að renna í gott málefni til þess að hún mæti og taki Ég hlakka svo til,“ spyr Jóhann Alfreð.

„Við skorum á Svölu Björgvins að taka lagið. Ég held að við getum hafið söfnunina nú þegar,“ bætir hann við og tekur María Hrund Marínósdóttir, framkvæmdastjóri Móðurskipsins, sem heldur utan um viðburðinn, undir.

Bingóið, sem Jóhann hefur haldið síðustu ár ásamt Valdimar Kristjónssyni – Valda píanó, féll niður síðustu tvö jól og þótti því tilvalið að gera eitthvað sérstakt í ár. Leiddu Jóhann og fulltrúar umboðsskrifstofunnar því hesta sína saman og var ákveðið að halda bingóið með stærra sniði.

„Hallærislegt“ en „mjög mikil stemning“

„Við gerðum þetta árlega, á Húrra. Okkur fannst þetta svolítið fyndið og hallærislegt en þó mjög mikil stemmning,“ segir Jóhann um tilkomu bingósins en árið 2012 var fyrsta bingóið og árið 2019 var ákveðið að láta ágóðann renna til góðs málefnis.

„Svo bara, töluðum við María okkur saman um það hvort við ættum ekki bara að fá eitthvað af skemmtikröftunum hjá Móðurskipinu til þess að vera með,“ bætir hann við en á meðan bingóinu stendur koma þau Bergur Ebbi, Snjólaug Lúðvíks, Villi Neto, Andri Ívars og Ebba Sig til með að skemmta keppendum. Öll gefa þau vinnuna sína til styrktar málefninu.

Jóhann og María segja að þrátt fyrir að heimsfaraldurinn sé …
Jóhann og María segja að þrátt fyrir að heimsfaraldurinn sé yfirstaðinn sé þörfin engu síðri núna en síðustu tvö jól. mbl.is/Ari Páll

„Það er bara ótrúlegt hversu mikið fólk er tilbúið að vera með þegar það er svona mikilvægt málefni undir,“ segir María.

„Svo er þetta bara bingó og það verður alls konar í vinning. Miðar í leikhús, bækur og spil, konfekt og fleira skemmtilegt,“ segir Jóhann glettinn en fjöldi fyrirtækja hefur lagt málefninu lið þar sem helst ber að nefna aðalvinninginn: 100 þúsund króna gjafabréf frá Icelandair.

Þörfin meiri nú en í faraldrinum

Jóhann og María segja að þrátt fyrir að heimsfaraldurinn sé yfirstaðinn sé þörfin hjá Mæðrastyrksnefnd engu minni núna en síðustu tvenn jól.

„Það var svolítil áhersla á það í Covid, varðandi úthlutanir fyrir jól og margir sem lentu svolítið í erfiðleikum fyrir jólin í fyrra og árið þar á undan.

Jóhann virðir hér fyrir sér salinn þar sem bingóið, og …
Jóhann virðir hér fyrir sér salinn þar sem bingóið, og „syngjóið“ fer fram. mbl.is/Ari Páll

En við ræddum við framkvæmdastjóra Mæðrastyrksnefndar og hennar mat á þetta núna er að það verði enn þá fleiri sem þurfi aðstoð fyrir jólin,“ segir hann og bendir á efnahagsástæður vegna stríðsins í Úkraínu.

„Þannig að þörfin er meiri núna,“ bætir María við.

„Jólasyngjó“ hápunktur kvöldsins

Bingóið hefst klukkan 20 á fimmtudaginn og verður hægt að næla sér í bingóspjald og sæti í salnum fyrir 3.900 kr. og aukaspjald fyrir 1.000 kr., sé maður sigurviss. Að bingóinu loknu hefst jólasyngjóið svo og sveitin Jólafínir stíga á svið.

„Það verður náttúrulega hápunktur kvöldsins,“ segir María en um er að ræða ekki síðri fjáröflun en bingóið, þar sem fólk getur slett almennilega úr klaufunum og hlustað á vini og vandamenn syngja jólalög uppi á sviði. Þá þarf ekki að heita á vin heldur er einnig hægt að borga fyrir að syngja sjálfur.

Hægt verður að sletta úr klaufunum vel og fengið vini …
Hægt verður að sletta úr klaufunum vel og fengið vini sína til að taka lag fyrir gott málefni. mbl.is/Ari Páll

„Það verður áhugavert að sjá hvaða atriði fær flest boð,“ segir Jóhann. „En svo verður örugglega fullt af fólki sem vill bara splæsa sjálft. Borga einhvern smá aur og fá að spreyta sig.“

Viðburðurinn verður, sem segir, á fimmtudaginn næsta, 8. desember, í Nýló-salnum á Kex hostel. Stendur hann yfir frá 20 til lokunar.

Viðburðinn á Facebook má nálgast hér og miða á bingóið á tix.is hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er ástæðulaust að fyllast sektarkennd út af þeim hlutum sem ekki eru í þínu valdi að breyta. Reyndu að sýna lipurð og samstarfsvilja og þá muntu ná takmarki þínu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lucinda Riely og Lucinda Riley
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Lotta Luxenburg