Náðum loksins að skora mikið

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fer framhjá Rebbeku Sverrisdóttur rétt áður en …
Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fer framhjá Rebbeku Sverrisdóttur rétt áður en hún skoraði sitt annað mark í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir, leikmaður Vals var ánægð þegar blaðamaður mbl.is talaði við hana eftir 9:1 sigur á KR í Bestu deild kvenna í knattspyrnu fyrr í kvöld. Þórdís átti frábæran leik og skoraði tvö mörk. 

„Ég er ánægð með þrjú stigin og loksins náðum við inn mörgum mörkum, það er búið að vanta svolítið hjá okkur. Við erum meira að skiptast á að skora, stundum varnarmenn og stundum sóknarmenn. Skemmtilegt að skora tvö mörk en liðið hjálpaði við það.

Þetta jöfnunarmark var klaufalegt hjá okkur varnarlega og við vorum ekki að sinna varnarvinnunni af bestu getu. En um leið og við skorum aftur þá keyrðum við yfir þær og náðum að nýta færin.“

Valur mætir Breiðablik í Kópavogi í næsta leik sínum, aðspurð út í þann leik hafði Þórdís þetta að segja: “Það leggst vel í okkur, þetta eru alltaf hörkuleikir og jafnir og það verður bara skemmtilegt.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert