Sýndu í síðasta leik hvað þær eru góðar

Gunnhildur Yrsa á fleygiferð í fyrri leik Íslands og Svíþjóðar …
Gunnhildur Yrsa á fleygiferð í fyrri leik Íslands og Svíþjóðar á Laugardalsvelli í síðasta mánuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ein leikreyndasta landsliðskona Íslands í knattspyrnu er klár í slaginn fyrir leikinn gegn Svíþjóð í undankeppni EM á þriðjudaginn kemur. Liðið sem fagnar sigri í leiknum er svo gott sem búið að tryggja sér toppsæti riðilsins og sæti á EM. 

Liðið hefur æft í Gautaborg síðustu daga og Gunnhildur segir það kærkomið enda langt síðan leikmennirnir sem spila á Íslandi léku síðast. „Nokkrar af okkur hafa ekki verið í fótbolta í svolítinn tíma svo það er gott að vera komnar út snemma svo við getum æft saman. Við erum búnar að fá nægan tíma til að undirbúa okkur,“ sagði Gunnhildur í viðtali sem birtist á samfélagsmiðlum KSÍ. 

Miðjumaðurinn hrósaði ungu leikmönnunum sem komu sterkar inn í síðasta verkefni og sömuleiðis Hólmfríði Magnúsdóttur sem er komin inn í hópinn á ný eftir nokkurt hlé. „Þær sýndu það í síðasta leik hvað þær eru góðar. Allar þær sem koma inn í hópinn núna eru búnar að vera það. Það er líka gott að fá Hólmfríði inn sem er með mikla reynslu.“

Gunnhildur á von á spennandi leik. „Þetta verður 50/50 og getur farið á báða bóga. Þetta verður mjög spennandi,“ sagði Gunnhildur Yrsa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka