„Það er bara rosalegt flóð hérna“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Brú­in yfir Ferju­kots­s­íki í Borg­ar­f­irði féll í morg­un vegna mik­illa vatna­vaxta, skömmu eft­ir að íbúi á svæðinu keyrði yfir hana til vinnu. 

    Þetta seg­ir Heiða Dís Fjeld­sted, íbúi í Ferju­koti. Hún kíkti á brúna um klukk­an kort­er í átta í morg­un og þá var hún fall­in. 

    „Það er bara rosa­legt flóð hérna. Rosa­leg­ir jak­ar og það flæðir yfir vegi. Það stytt­ist í að það flæði hér inn í hús líka,“ seg­ir Heiða. En þau eru vön flóðum af þessu tagi og hafa þar til gerðar dæl­ur til að dæla út vatn­inu.

    „Í fe­brú­ar fyr­ir tveim­ur árum þá flæddi hér um allt hús. Þá hafði það ekki gerst í 20 eða 25 ár.“

    Heima­fólk gagn­rýndi smíði brú­ar­inn­ar

    Á vef Vega­gerðar­inn­ar seg­ir að veg­ur­inn yfir Ferju­kots­s­íki sé lokaður þar sem brú­in hafi skemmst í vatna­vöxt­um.

    Brú­in er ný­leg og var tek­in í notk­un í júní árið 2023 en heima­fólk gagn­rýndi smíði henn­ar á sín­um tíma. 

    „Það sögðu hér all­ir í kring að svona brú myndi aldrei virka, eins og var ákveðið að setja. Líka þeir sem voru hérna upp­frá frá Vega­gerðinni og fram­kvæmdu þetta, þeir töldu þetta ekki ganga. En það það var ekki mikið hlustað á okk­ur, þannig maður er pirraður yfir þessu,“ seg­ir Heiða.

    „Það voru notaðir símastaur­ar sem und­ir­stöður og við sögðum að strax og jak­arn­ir færu að koma úr Norðurár­dal þá myndi brú­in aldrei þola það,“ bæt­ir hún við.

    Verk­fræðing­arn­ir hjá Vega­gerðinni hafi sig þó talið vita bet­ur, að sögn Heiðu. En þeir eru vænt­an­leg­ir á svæðið í dag til að skoða aðstæður.

    Brúin féll rétt fyrir klukkan átta í morgun.
    Brú­in féll rétt fyr­ir klukk­an átta í morg­un. Mynd/​Krist­ín Jóns­dótt­ir

    Leng­ir leiðina um hálf­tíma

    Hún seg­ir brúna mikið notaða og brú­ar­leysið kljúfi landið í Ferju­koti í sund­ur. Margt fólk fari þar yfir á leið í og úr vinnu. Það muni um hálf­tíma keyrslu fyr­ir þá sem fari frá Bif­röst yfir á Hvann­eyri til vinnu.

    „Það voru tvær brýr þarna og önn­ur fór al­veg í flóðinu í fe­brú­ar 2023 og þessi laskaðist mjög. Þá var ákveðið að setja ekki nýja brú þar sem sú gamla litla var en setja nýja þar sem stærri brú­in var,“ út­skýr­ir Heiða.

    Í til­kynn­ingu á vef Vega­gerðar­inn­ar frá ár­inu 2023 seg­ir að um bráðabrigðabrú sé að ræða. Sík­is­brýrn­ar hafi lengi verið erfiðar í viðhaldi þar sem veg­ur­inn að brún­um og milli þeirra hafi sigið tölu­vert. Í raun sé nauðsyn­legt að byggja nýja brú á þess­um stað en enn sé ekki til fjár­veit­ing fyr­ir því.

    mbl.is

    Bloggað um frétt­ina

    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert