Tvö ný lið í Turf-deildinni á næsta tímabili

Grafík/Turf Deildin

Þriðja tímabili Rocket League Ísland lauk í gær þegar tvær umspilsviðureignir voru leiknar. Leikið var um sæti í Turf-deildinni og fyrstu deild RLÍS.

Tvær umspilsviðureignir leiknar

Leiknar voru viðureignir í umspili um sæti í bæði Turf-deildinni og fyrstu deild RLÍS. Báðar viðureignir voru best-af-sjö.

354 esports, sem unnu fyrstu deildina, tryggðu sér sæti þannig í Turf-deildinni. Liðið Breaking Sad lenti í öðru sæti og fengu því sæti í umspili við Pandabois, sem lentu í næstneðsta sæti í Turf-deildinni, um sæti í Turf-deildinni

Liðið bluelaGOONS vann aðra deildina og tryggði sér þannig sæti í fyrstu deildinni. Liðið 1nfinity Esports lenti í öðru sæti í annarri deild og tryggðu sér sæti í umspili á móti Wannabees, sem voru í næstneðsta sæti í fyrstu deildinni, um sæti í fyrstu deildinni.

Wannabees og 1nfinity Esports mættust í fyrri umspilsviðureign kvöldsins. Viðureignin var mjög spennandi og skiptust liðin á að sigra leiki. Lokastaða viðureignarinnar var 4-3 fyrir 1finity Esports.

Með sigrinum tryggðu 1nfinity Esports sér sæti í fyrstu deild RLÍS á næsta tímabili, en Wannabees falla niður í aðra deild.

Breaking Sad í Turf-deildina

Breaking Sad og Pandabois mættust í seinni umspilsviðureign kvöldsins. Viðureignin var einhliða í hag Breaking Sad sem sigruðu örugglega 4-0. 

Breaking Sad náðu með sigrinum að tryggja sér sæti í Turf-deildinni á næsta tímabili, en Pandabois falla niður um deild og spila í fyrstu deildinni á næsta tímabili. 

354 esports og Breaking Sad eru nú komin í deild þeirra bestu í Rocket League á Íslandi. Það verða því tvö ný lið í bæði fyrstu og Turf-deildinni á næsta tímabili og verður forvitnilegt að fylgjast með gengi liðanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert