Tryggvi troðið oftast allra

Tryggvi Snær Hlinason hefur troðið oftast allra í sögu Zaragoza.
Tryggvi Snær Hlinason hefur troðið oftast allra í sögu Zaragoza. mbl.is/Árni Sæberg

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, hefur troðið oftast allra í sögu spænska félagsins Zaragoza. Tryggvi er 216 sentímetrar á hæð og nýtir hvern sentímetra vel í baráttunni undir körfunni.

Zaragoza greindi frá á samfélagsmiðlum sínum í dag að Tryggvi hafi troðið 122 sinnum síðan hann kom til félagsins og þannig skorað 244 stig með troðslum fyrir spænska liðið.

Tryggvi og Zaragoza rétt björguðu sér frá falli úr efstu deild Spánar á nýliðinni leiktíð en íslenski landsliðsmaðurinn er samningsbundinn félaginu út næstu leiktíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert