Tveir særðust í árás í Hollandi

Lögreglumenn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með …
Lögreglumenn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki með beinum hætti. AFP

Tveir særðust í stunguárás í stórmarkaði í borginni Haag í Hollandi í dag. Kveikt var í stórmarkaðnum. Hollenska lögreglan segir að engar vísbendingar hafi komið fram sem benda til þess að um hryðjuverkaárás sé að ræða. Hluti borgarinnar var girtur af vegna atviksins. 

Eldurinn hefur nú verið slökktur og hinir særðu voru færðir á sjúkrahús með sjúkrabíl. 

Talskona lögreglunnar sagði í samtali við AFP að ástæða árásarinnar væri ekki skýr. 

Þyrla lögreglunnar leitar nú að gerandanum. Honum er lýst sem hávöxnum manni á fertugsaldri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert