fbpx
Fimmtudagur 09.maí 2024
Fréttir

Páll segir framvindu eldgossins í Fagradalsfjalli verða sífellt flóknari

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. apríl 2021 10:00

Frá gossvæðinu í Geldingadal. Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, segir að framvinda eldgossins í Fagradalsfjalli verði sífellt flóknari. Hann segir að sprungurnar sem gýs á núna hafi eiginlega myndast samfara fyrsta gosinu og séu að hluta til á gömlum misgengjum.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Páli að mælingar á hraunmassanum muni leiða í ljós hversu mikið kemur upp af kviku. Nýjustu mælingar bendi til að kvikuframleiðslan hafi verið nokkuð stöðug frá upphafi en tilkoma nýju sprungnanna hafi væntanlega dregið úr kvikuflæði í syðsta og elsta eldvarpinu í Geldingadölum.

Hann sagði yfirstandandi atburðarás á Reykjanesskaga verða sífellt merkilegri eftir því sem tímanum vindur fram og eigi vísindamenn fullt í fangi að fylgjast með henni. „Ég held að enginn reyni lengur að spá fyrir um hvað kann að gerast,“ sagði Páll.

Hann sagði að framvinda eldgosa virðist oft vera tilviljanakennd og það geti farið svo að gosið í Fagradalsfjalli standi lengi yfir eða endi mjög snögglega. Dæmi séu um slíkt allt í kring, þar hafi bæði verð langvarandi og hægfara eldgos sem hafi staðið mjög lengi og lítil sprungugos eins og gosið í Fagradalsfjalli sé enn sem komið er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum
Eldgosinu er lokið

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn

Sigurbjörg sakar Ásdísi um ólýðræðisleg vinnubrögð – „Hér er verið að afvegaleiða umræðuna,“ segir bæjarstjórinn
Fréttir
Í gær

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“

Stefán Einar segist aka skriðdreka – „Honum verður ekið á fullri fart í gegnum þessar kosningar“
Fréttir
Í gær

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug

Sá grunaði í Hamraborgar-ráninu bar ábyrgð á hrinu innbrota á höfuborgarsvæðinu fyrir rúmum áratug
Fréttir
Í gær

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“

Inga Sæland æf út í MAST og vill leggja stofnunina niður – „Ljótu andskotans aumingjarnir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum
Hera úr leik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar

Staðreyndavillur í yfirlýsingu Reykjavíkurborgar um staðreyndavillur í innslagi Maríu Sigrúnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði

Biggi Sævars kærir konu til lögreglu fyrir rangar sakargiftir og meiðyrði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“

Ögmundur skilur ekkert í ritstjórn Kveiks – „Hvers vegna í ósköpunum var þessum fréttaskýringarþætti ekki tekið fagnandi?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar

Flugumenn sænskra glæpagengja hafa laumað sér í raðir lögreglunnar