Innlent

Tjón vegna sjávar­flóðsins á Akur­eyri metið á 153 milljónir króna

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Mikill sjór gekk á land á Akureyri í ofsaveðri í fyrra.
Mikill sjór gekk á land á Akureyri í ofsaveðri í fyrra. Vísir/Tryggvi

Níu tjónsatburðir komu til kasta Náttúruhamfaratryggingar Íslands árið 2022, átta vegna sjávar- eða vatnsflóða en einn vegna jarðskjálfta við Grindavík. Mesta tjónið varð í tengslum við sjávarflóð á Akureyri en það var metið á samtals um 153 milljónir króna.

Frá þessu greinir Morgunblaðið og vitnar í ársskýrslu Náttúruhamfaratryggingar en hún hefur ekki verið birt á vef stofnunarinnar.

Í frétt Morgunblaðsins segir að metið tjón vegna sjávarflóða á Akranesi hafi verið um 35 milljónir króna og vegna sjávarflóða í Grindavík um 26 milljónir króna.

Alls var tjón af völdum atburðanna níu metið á um 244 milljónir króna en greiddar tjónabætur námu 218 milljónum króna, að teknu tilliti til eigin áhættu.

Heildareignir Náttúruhamfaratryggingar í lok síðasta árs námu 56 milljörðum króna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×