Í fangelsi vegna rúðubrots

Tilkynnt var um rúðubrot á hóteli í hverfi 105.
Tilkynnt var um rúðubrot á hóteli í hverfi 105. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um rúðubrot á hóteli í hverfi 105 í Reykjavík. Einn var handtekinn grunaður um verknaðinn og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Í sama hverfi var tilkynnt um líkamsárás, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helstu tíðindin frá klukkan 17 í gærkvöldi til klukkan 5 í morgun.

Tilkynnt var um innbrot í bifreið og eignaspjöll í miðbæ Reykjavíkur.

Bifreið var stöðvuð í hverfi 108. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá reyndist hann sviptur ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu.

Bifreið var stöðvuð í hverfi 104 en ökumaður er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert