„Það eru allir fyr og flamme eins og stendur“

Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey, segir áhöfnina fulla af spennu …
Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey, segir áhöfnina fulla af spennu og eftirvæntingu í fyrsta túr eftir langt sjómannadags-stopp. Ljósmynd/HB Grandi

„Hún er bara góð eins og alltaf,“ svarar Eiríkur Jónsson, skipstjóri á Akurey AK-10, er blaðamaður skellir á þráðinn í brúnna og spur hvernig stemmingin sé um borð í fyrsta túr eftir sjómannadag. Öllum íslenskum fiskiskipum var gert að vera komin til hafnar klukkan 12 á laugardegi og leggja ekki frá bryggju fyrr en eftir 12 í dag.

Akurey, sem Brim hf. gerir út, hélt til veiða frá Reykjavík klukkan eitt í dag og er statt í Faxaflóa vestur af Akranesi. Spurður hvort allir séu vel hvíldir um borð svarar Eiríkur: „Já, við komum svo snemma í land maður. Við höfum verið í fríi frá miðvikudegi. Þannig að það eru allir fyr og flamme eins og stendur.“

Danska orðatiltækið „fyr og flamme“ merkir að áhöfnin sé uppfull af eftirvæntingu og spennu, en ekki að áhöfnin sé að leika eftir flytjendum framlags Dana í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þó það myndi líklega koma stemmingunni um borð á annað stig.

Fullir bjartsýni

Eiríkur segir nú stefnt á Vestfjarðarmið. „Erum að fara að veiða þorsk fyrir föstudagsvinnslu. Við komum líklega ekki til Reykjavíkur með það. Ætli við löndum ekki einhversstaðar sem er styttra að fara, hvort sem það verður Grundarfjörður, Sauðárkrókur eða eitthvað annað. Það fer bara eftir hver staðsetningin á okkur verður.“

Heldurðu að það fiskist vel?

„Ég ætla nú rétt að vona það. Það er búið að hvíla miðin í fjóra daga, það hlýtur að vera eitthvað. Það þýðir nú ekkert að fara út í túrinn með það markmið að fá ekki neitt, maður verður að hugsa að maður fái eitthvað,“ segir Eiríkur og hlær. „Menn eru bara fullir af bjartsýni með þetta og sumarið, vonandi verður það bara gott,“ bætir hann við að lokum.

Akurey AK.
Akurey AK. Ljósmynd/HB Grandi
mbl.is
Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 413,20 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 502,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 327,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 261,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 142,79 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 152,49 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,52 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.439 kg
Samtals 2.439 kg
16.5.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
16.5.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 779 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 799 kg
16.5.24 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 705 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 708 kg
16.5.24 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ufsi 101 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 852 kg

Skoða allar landanir »

Fleira áhugavert
Afurð Dags. Meðalverð
Þorskur, óslægður 16.5.24 413,20 kr/kg
Þorskur, slægður 16.5.24 502,40 kr/kg
Ýsa, óslægð 16.5.24 327,00 kr/kg
Ýsa, slægð 16.5.24 261,10 kr/kg
Ufsi, óslægður 16.5.24 142,79 kr/kg
Ufsi, slægður 16.5.24 152,49 kr/kg
Djúpkarfi 8.5.24 313,00 kr/kg
Gullkarfi 16.5.24 214,52 kr/kg
Litli karfi 15.5.24 8,00 kr/kg
Blálanga, óslægð 6.5.24 150,00 kr/kg

Fleiri tegundir »

16.5.24 Hafsvala BA 252 Grásleppunet
Grásleppa 2.439 kg
Samtals 2.439 kg
16.5.24 Mar AK 74 Handfæri
Þorskur 748 kg
Samtals 748 kg
16.5.24 Emilía AK 57 Handfæri
Þorskur 779 kg
Ufsi 20 kg
Samtals 799 kg
16.5.24 Teista AK 16 Handfæri
Þorskur 705 kg
Ufsi 3 kg
Samtals 708 kg
16.5.24 Mardís AK 11 Handfæri
Þorskur 744 kg
Ufsi 101 kg
Karfi 4 kg
Ýsa 3 kg
Samtals 852 kg

Skoða allar landanir »