Lítil ákvörðun getur reynst afdrifarík

mbl.is/Kristinn Magnússon

Ákvarðanir sem við fyrstu sýn kunna að virðast minniháttar geta reynst afdrifaríkar í baráttunni við útbreiðslu Covid-19 hér á landi, eins og sést skýrt í auglýsingu frá almannavörnum, sem dreift er um samfélagsmiðla um þessar mundir.

Í myndbandinu er dregið upp stórt net smitaðra einstaklinga, sem hver og einn smitar frá sér eftir að hafa smitast sjálfur.

Þar má sjá hvernig aðeins ein manneskja sem tekur ákvörðun um að vinna heima getur með því komist hjá því að hrinda af stað stórri keðjuverkun smita. 

Hið sama gildir um þann sem ákvað að fara ekki á æfingu, frestaði afmælinu, klæddist grímu í búðinni og svo framvegis og svo framvegis.

Sjón er sögu ríkari:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert