Á fjórða tug í einangrun í Grundarfirði

Frá Grundarfirði. Kirkjufellið gnæfir yfir.
Frá Grundarfirði. Kirkjufellið gnæfir yfir. mbl.is/Sigurður Bogi

Hópsýking hefur komið upp í Grundarfirði en alls eru 34 í bænum í einangrun með Covid-19. Af þeim eru 20 börn 12 ára og yngri.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef bæjarins.

Þar segir enn fremur að 103 eru í sóttkví og á þeim líklega eftir að fjölga þegar líður á daginn.

„Þetta eru um 16% bæjarbúa og eru þá ótaldir foreldrar og forráðamenn sem eru heima með börnum í sóttkví,“ segir á vef bæjarins.

Leikskólanum, grunnskólanum og framhaldsskólanum hefur verið lokað auk þess sem íþrótta- og tómstundastsarf fellur niður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert