Jöklar valda mistri í Reykjavík

Vatnajökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls.
Vatnajökull. Í forgrunni sjást Grímsvötn og þverhníptir hamrar Grímsfjalls. mbl.is/RAX

Mistur er yfir Vesturbæ Reykjavíkur sem stendur. Líklega um að ræða sandfok af sunnanverðu hálendinu, samkvæmt upplýsingum frá Umhverfisstofnun og Veðurstofu Íslands. 

Það er norðaustanátt og því talið líklegast að mistrið stafi af því að sandur frá Langjökli og Vatnajökli hafi borist inn í höfuðborgina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert