Elverum skoraði 50 mörk

Orri Freyr Þorkelsson í leik með Haukum á síðasta tímabili.
Orri Freyr Þorkelsson í leik með Haukum á síðasta tímabili. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Norska úrvalsdeildarliðið Elverum átti ekki í teljandi vandræðum með Runar í fjórðungsúrslitum bikarkeppninnar þar í landi í dag. 

Elverum skoraði 50 mörk og þar af skoraði Orri Freyr Þorkelsson fimm. Elverum vann að lokum ansi þægilegan 20 marka sigur, 50:30, og flýgur þar með í undanúrslitin.

Orri Freyr var á meðal markahæstu manna með mörkin sín fimm en fjórir liðsfélaga hans skoruðu hins vegar sjö mörk hver.

Runar er í 2. sæti í efstu deild í Noregi og hefur unnið fyrstu fimm leikina af sex í deildinni. Elverum hefur unnið alla sex hingað til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert