Elden Ring á óskalista margra

Leikurinn Elden Ring kemur út í febrúar 2022.
Leikurinn Elden Ring kemur út í febrúar 2022. Skjáskot/Youtube/BANDAI NAMCO

Tölvuleikurinn Elden Ring verður gefinn út þann 24. febrúar og bíða tölvuleikjaspilarar eftir honum með mikilli eftirvæntingu en fyrst var tilkynnt um gerð leiksins árið 2019.

Elden Ring er fantasíu-hlutverkaleikur sem gerist í opnum heim þar sem leikmenn upplifa dramatískan söguþráð eftir rithöfundinn George R.R Martin og leikjastjórann Hidetaka Miyazaki.

Eftirsóttur leikur

Tölfræði SteamDB sýnir fram á að Elden Ring hefur verið hvað mest settur á óskalistann hjá notendum Steam en alls hafa 281,183 einstaklingar bætt honum við á listann.

Á eftir honum á kemur tölvuleikurinn Dying Light 2 Stay Human og hafa alls 257,347 einstaklingar bætt honum við á óskalistann sinn en hann kemur út 4. febrúar.

Hægt er að kaupa Elden Ring á Steam í forsölu fyrir 59,99 bandaríkjadali eða 7.800 íslenskar krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert