Kanada efst í B-riðli – Frakkland og Ástralía skammt undan

Kayla Alexander í stökkskoti í morgun. Hún var atkvæðamest í …
Kayla Alexander í stökkskoti í morgun. Hún var atkvæðamest í liði Kanada með 13 stig, 7 fráköst og 1 stoðsendingu í leiknum. Ljósmynd/FIBA

Þrír leikir fóru fram á HM kvenna í Ástralíu í nótt og í morgun. Leikið var í B-riðli í Sydney. Frakkar höfðu betur gegn Malí 59:74, gestgjafarnir frá Ástralíu sigruðu Serbíu 69:54 og Kanada, sem farið hafði með sigur af hólmi í báðum leikjunum til þessa, vann Japan 56:70.

Kanadísku stúlkurnar eru efstar í B-riðli með sex stig eftir þrjá leiki en Frakkar og Ástralar koma næstar með fimm stig eftir jafn marga leiki.

Í A-riðli leiða bandarísku stúlkurnar, með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum, en lið Kína og Belgíu fylgja fast á hæla þeirra með fimm stig.

Sex lið eru í hvorum riðli og því tveir leikir eftir af riðlakepnninni, sem lýkur næsta þriðjudag. Fjögur efstu liðin í hvorum riðli komast áfram í átta liða úrslit, sem hefjast á fimmtudaginn kemur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert