Segir fegurðardrottningu hafa beðið um nauðgun

Vonast er til að nýir aðilar muni sjá um fegurðarsamkeppnir …
Vonast er til að nýir aðilar muni sjá um fegurðarsamkeppnir í Senegal. AFP

Um þrjú hundruð konur í Senegal hafa lagt fram kvartanir til ríkissaksóknara vegna ummæla yfirmanns Ungfrú Senegal-fegurðarkeppninnar um að fegurðardrottning hafi beðið um að láta nauðga sér. Þær segja ummæli hennar hvetja til nauðgunar.

Í síðustu viku greindi hin tvítuga Ndeye Fatima Dione, sem var krýnd Ungfrú Senegal í fyrra, frá því að henni hafi verið byrluð ólyfjan og nauðgað í veislu sem skipuleggjendur keppninnar stóðu fyrir.

Dione segist hafa orðið ólétt í kjölfar nauðgunarinnar og þá hafi skipuleggjendur keppninnar hætt að bjóða henni á viðburði. 

Nauðgun sé milli tveggja aðila

Yfirmaður nefndarinnar sem skipuleggur keppnina, Aminata Badiane, brást við með því að segja að fegurðardrottningin hefði beðið um að vera nauðgað.

„Nauðgun er á milli tveggja aðila. Ef þér var nauðgað þýðir það að þú varst að biðja um það,“ sagði Badiane.

Aðgerðasinnar biðla til stjórnvalda í Senegal að fela fegurðarsamkeppnina aðilum sem bera meiri virðingu fyrir réttindum kvenna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert