Örn Ingi sneri aftur í Víkinni

Örn Ingi Bjarkason er kominn aftur á handboltavöllinn.
Örn Ingi Bjarkason er kominn aftur á handboltavöllinn. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Örn Ingi Bjarkason lék sinn fyrsta keppnisleik í handbolta í dágóðan tíma er hann skoraði eitt mark fyrir Víking sem vann öruggan 28:19-sigur á Selfoss U í Grill 66-deild karla í handbolta í kvöld.

Víkingur var með 17:9-forskot í hálfleik og vann að lokum öruggan sigur. Arnar Gauti Grettisson skoraði sex mörk fyrir Víking og Hjalti Már Hjaltason gerði fimm. Andri Dagur Ófeigsson skoraði sex fyrir Selfoss.

Í Grafarvoginum vann HK öruggan 29:18-sigur á Vængjum Júpíters en staðan í hálfleik var 16:9, HK í vil. Hjörtur Ingi Halldórsson var í miklu stuði hjá HK og skoraði tíu mörk. Ragnar Áki Ragnarsson skoraði fjögur fyrir Vængi Júpíters.

Í Safamýri hafði Fjölnir betur gegn Fram U, 31:27. Staðan í hálfleik var 17:15 og Fjölnir vann seinni hálfleikinn einnig með tveimur mörkum. Brynjar Óli Kristjánsson skoraði tíu mörk fyrir Fjölni og Elvar Otri Hjálmarsson gerði átta. Marteinn Sverrir Ingibjargarson skoraði fimm fyrir Fram.

Þá unnu Haukar U 25:22-útisigur á Kríu á Seltjarnarnesi. Fréttin verður uppfærð með markaskorurum leiksins innan skamms.

Staðan:

  1. Fjölnir 7
  2. HK 6
  3. Víkingur 6
  4. Valur U 4
  5. Kría 4
  6. Haukar U 4
  7. Selfoss U 3
  8. Vængir Júpíters 2
  9. Hörður 2
  10. Fram U 0
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka