Slasaður hundur og sinubrunar

Grafarvogur í ljósaskiptum. Þar var skóm og heyrnartólum stolið í …
Grafarvogur í ljósaskiptum. Þar var skóm og heyrnartólum stolið í skóla í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekið var á hund á Kaldárselsvegi í Hafnarfirði í dag og lögregla kölluð til. Flutti hún dýrið undir hendur dýralæknis í Garðabæ og var fótbrot talið líklegt. Eiganda var tilkynnt um atvikið.

Við strandblakvöllinn í Garðabæ var kveikt í sinu og slökkvilið kallað á vettvang til að ráða niðurlögum brunans. Aftur var kveikt í skömmu síðar, í það skiptið við Flataskóla, og gekk slökkvilið á ný til verks þar.

Í Grafarvogi lét einhver greipar sópa í fatahengi í skóla og hurfu þaðan skór og Apple-heyrnartól. Lögregla rannsakar málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert