KA á eftir leikmanni Breiðabliks?

Damir Muminovic er einn besti miðvörður íslensku deildarinnar.
Damir Muminovic er einn besti miðvörður íslensku deildarinnar. mbl.is/Arnþór Birkisson

KA hefur mikinn áhuga á miðverðinum Damir Muminovic, leikmanni Breiðabliks, og hefur Akureyrarfélagið boðið Breiðabliki um milljón krónur fyrir þjónustu Damirs.

Breiðablik hafnaði tilboðinu en greint var frá í hlaðvarpinu Dr. Football. Damir hefur verið einn besti miðvörður efstu deildar síðustu ár en hann hefur leikið með Breiðabliki frá árinu 2014.

Hann lék áður með HK, Víkingi í Ólafsvík og Leikni Reykjavík. Damir hefur leikið tæplega 300 leiki í deild og bikar hér á landi. Arnar Grétarsson er þjálfari KA, en hann þjálfaði Damir hjá Breiðabliki á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert