Körfubolti

Jón Axel fram­lengir við Pesaro út tíma­bilið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Axel [til vinstri] í leik með Pesaro.
Jón Axel [til vinstri] í leik með Pesaro. Vísir/Getty

Jón Axel Guðmundsson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur framlengt samning sinn við ítalska úrvalsdeildarfélagið Pesaro út leiktíðina. Frá þessu greindi félagið í kvöld.

Hinn 26 ára gamli Jón Axel lék með uppeldisfélagi sínu Grindavík á leiktíðinni áður en Pesaro kom inn í myndina og sannfærði leikstjórnandann um að koma til Ítalíu. 

Þar hefur samningur hans nú verið framlengdur og er ljóst að hann mun klára tímabilið með liðinu. Jón Axel hefur skorað 6,8 stig að meðaltali í leik á Ítalíu ásamt því að taka 2,2 fráköst og gefa 2,5 stoðsendingar.

Pesaro er í 4. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 20 stig að loknum 16 leikjum. Alls eru 16 lið í deildinni, átta efstu fara í úrslitakeppni á meðan neðstu tvö falla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×