Fótbolti

Pedri besti ungi leik­maðurinn | Donnar­umma besti mark­vörðurinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Pedri er besti ungi leikmaður í heimi.
Pedri er besti ungi leikmaður í heimi. EPA-EFE/YOAN VALAT

Líkt og venja er þegar tilkynnt er hver hlýtur Gullknöttinn, Ballon d‘Or, þá er einnig tilkynnt hver er besti ungi leikmaður knattspyrnuheimsins, hver sé besti markvörður heims sem og besti framherjinn.

Spænska ungstirnið Pedri González López átti ótrúlegt tímabil með Barcelona og spænska landsliðinu á síðustu leiktíð. Ekki nóg með að verða byrjunarliðsmaður í liði Börsunga þá gerði hann slíkt hið sama í spænska landsliðinu.

Svo mikilvægur var Pedri að hann fór bæði á Evrópumótið sem fram fór í sumar sem og Ólympíuleikanna. Alls lék hann 73 leiki fyrir Barcelona og spænska landsliðið á síðustu leiktíð.

Það kom því engum á óvart er Pedri hlaut Kopa-verðlaunin í kvöld en þau fara til besta leikmanns heims sem er 21 árs eða yngri.

Gianluigi Donnarumma er besti markvörður heims.EPA-EFE/YOAN VALAT

Evrópumeistarinn Gianluigi Donnarumma hlaut Yashin-verðlaunin en þau hlýtur besti markvörður heims. 

Hann spilaði stóran þátt í sigri Ítalíu á EM. Hann samdi svo við franska stórliðið París Saint-Germain og ætti því að lyfta sínum fyrsta titli með félagsliði áður en langt um líður.

Þá var Robert Lewandowski, leikmaður Bayern München og Póllands, valinn besti framherji í heimi.

Robert Lewandowski er besti framherji í heimi.EPA-EFE/YOAN VALAT

Tengdar fréttir

Put­ellas valin best í heimi

Alexia Putellas, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, var í kvöld kosin besti leikmaður heims. Er hún því nú handhafi Gullknattarins fræga eða Ballon d‘Or-verðlaunanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×