Um 250 skjálftar hafa mælst: Aukin virkni í morgun

Um 250 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst.
Um 250 skjálftar hafa mælst frá því að hrinan hófst. mbl.is/Sigurður Bogi

Um 250 jarðskjálftar hafa mælst í grennd við Grímsey frá því að skjálftahrinan hófst um kvöldmatarleytið á þriðjudaginn.

Flestir skjálftarnir eru í kringum 1,5 að stærð en sá stærsti var 3,8 að stærð og mældist sá við upphaf hrinunnar þegar virknin var mest.

Það hægði nokkuð á hrinunni í gær og nótt en jörð byrjaði aftur að skjálfa fyrir norðan í morgun og er það viðvarandi, að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert