Markakóngurinn orðinn markahæstur

Skotin rata rétta leið hjá Ómari Inga Magnússyni.
Skotin rata rétta leið hjá Ómari Inga Magnússyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon er orðinn markahæstur í þýsku 1. deildinni í handknattleik í upphafi nýs keppnistímabils. 

Ómar varð markakóngur í Þýskalandi á síðasta tímabili með Magdeburg og hann heldur uppteknum hætti á nýju tímabili. 

Ómar hefur skorað 24 mörk til þessa í fyrstu fjórum leikjum Magdeburgar. Er hann með 65% skotnýtingu og hefur skorað níu þessara marka af vítalínunni. Athyglisvert er að Ómar er einnig sá leikmaður sem gefið hefur flestar stoðsendingar á þessum tímapunkti eða nítján talsins. 

Magdeburg hefur unnið fyrstu fjóra leikina í deildinni. Með liðinu leikur einnig Gísli Þorgeir Kristjánsson sem er orðinn leikfær eftir axlarmeiðsli. 

Niklas Weller hjá Hamburg hefur einnig skorað 24 mörk eins og Ómar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert