Fjöldi látinn eftir sprengingar við trúarathöfn

Talíbanar sjást standa vörð um moskuna eftir atvikið í dag.
Talíbanar sjást standa vörð um moskuna eftir atvikið í dag. AFP

Að minnsta kosti sextán eru látnir og 32 til viðbótar særðir eftir að sprengingar urðu við mosku sjíamúslima í miðri afgönsku borginni Kandahar í dag.

Orsök sprenginganna er enn á huldu, en þær eiga sér stað réttri viku eftir að sjálfsvígssprengjuárás var framin gegn sjíamúslimum í borginni Kunduz.

Ríki íslams lýsti því ódæði á hendur sér.

Sprengingarnar urðu í og við mosku í borginni Kandahar.
Sprengingarnar urðu í og við mosku í borginni Kandahar.

Föstudagsbænirnar

Fréttaveitan AFP hefur eftir vitnum að þrjár sprengingar hafi orðið, ein við aðaldyr moskunnar, önnur suður af moskunni og sú þriðja á stað þar sem tilbiðjendur þvo sér.

Sprengingarnar munu einnig hafa orðið á meðan föstudagsbænirnar stóðu yfir, en þær eru sá viðburður vikunnar sem flestir sækja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert