Sendu frítt til þúsunda

Netverslun færist sífellt í aukana.
Netverslun færist sífellt í aukana. Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson

Vöruleitin á kringlan.is kom vel út á Kringlukasti á dögunum. Tólf bílar sáu um að koma 5.628 pökkum til viðskiptavina.

Í fjárfestakynningu fasteignafélagsins Reita er sérstaklega rætt um velheppnaða netverslun Kringlunnar á Kringlukasti á dögunum, en dagana 4. – 9. nóvember voru 5.628 pakkar keyrðir heim til viðskiptavina, þeim og verslunareigendum, að kostnaðarlausu. Segir þar einnig að fjárfesting í veflausnum og nýju þjónustuveri hafi skilað kaupmönnum í Kringlunni árangri. Er þar vísað til þess að Kringlan starfrækir nú nýtt þjónustuver við hliðina á Nova á annarri hæð og vöruleit á kringlan.is. Þar geta neytendur flett upp yfir 100 þúsund vörum frá um 90 verslunum, í eins konar stafrænni Kringlu.

„Við vorum líka með fría heimkeyrslu í fyrri kórónuveirubylgjunni í vor, en sú bylgja hafði meiri áhrif á verslun í Kringlunni en sú sem nú stendur yfir,“ segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri rekstrarfélags Kringlunnar.

Alla jafna er Kringlan ekki með fría heimsendingu fyrir verslanirnar í húsinu, en vegna ástandsins um þessar mundir var ákveðið að keyra frítt út. Vildi Kringlan með þessu m.a. koma til móts við þá viðskiptavini sem ekki vilja mæta á staðinn.

Sigurjón segir að stöðugur vöxtur sé í vöruleitinni milli mánaða, en leysa hafi þurft úr ýmsum tæknilegum vandamálum svo allt gangi smurt. „Verslanir eru með misgóðan tæknibakgrunn. Það eru ekki allir að nýta sér þessa lausn, og einungis hluti verslana, um 83%, er með vefverslun þar sem hægt er að klára kaupin.“

Rannsóknir sýna að sögn Sigurjóns að 55% fólks undirbúi kaup á netinu. Því sé mikilvægt að hafa öflugan „glugga“ á vefnum.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK