Víkingur í kjörstöðu fyrir lokaumferðina

Viktor Örlygur Andrason og Theodór Elmar Bjarnason eigast við í …
Viktor Örlygur Andrason og Theodór Elmar Bjarnason eigast við í Vesturbænum í gær. mbl.is/Arnþór Birkisson

Víkingur úr Reykjavík er einu skrefi frá fyrsta Íslandsmeistaratitli sínum í knattspyrnu í karlaflokki í 30 ár eftir dramatískan sigur á KR, 2:1, í Frostaskjóli í gærkvöldi. Víkingi nægir að sigra Leikni úr Reykjavík á heimavelli í lokaumferðinni til að tryggja sér titilinn.

Víkingar fóru erfiðu leiðina í gærkvöldi því Kjartan Henry Finnbogason kom KR yfir strax á níundu mínútu. Atli Barkarson jafnaði á 16. mínútu með stórglæsilegu marki og varamaðurinn Helgi Guðjónsson skoraði sigurmarkið á 87. mínútu.

Dramatíkin var hins vegar rétt að byrja því KR fékk víti í uppbótartíma. Kjartan Henry fékk beint rautt spjald þegar sauð upp úr í kjölfarið og þeir Þórður Ingason, varamarkvörður Víkinga, og markvarðarþjálfarinn Hajrudin Cardaklija fengu einnig rautt spjald. Þegar loks tókst að róa leikmenn og þjálfara fór Pálmi Rafn Pálmason á punktinn en Ingvar Jónsson varði glæsilega, í sínum 100. úrvalsdeildarleik hér á landi, og tryggði Víkingi dísætan sigur.

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag ásamt M-gjöfinni úr leikjum helgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert