Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   mán 05. desember 2022 18:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Biður yngri kynslóðina að fara ekki að fordæmi Japana - „Hræðilega léleg víti"
Mynd: Getty Images

Króatía er komið í 8-liða úrslit eftir sigur á Japan eftir vítaspyrnukeppni.


Dominik Livakovic markvörður Króatíu var hetja liðsins en hann varði þrjár vítaspyrnur.

Vítaspyrnur japanska liðsins voru til umræðu í HM stofunni eftir leikinn þar sem Arnar Gunnlaugsson sendi skilaboð á yngri kynslóðina.

„Þetta voru hræðilega léleg víti hjá Japönum. Í fyrsta lagi minnkuðu þeir líkurnar á því að skora með því að taka stutt tilhlaup. Ég bið alla unga, stelpur og stráka að ekki fara að þessu fordæmi þú verður að fá ákveðinn kraft í tilhlaupið, hvort sem þú tekur stutt eða langt tilhlaup og þá eykurðu líkurnar á því að þurfa ekki bara að treysta á að plata ekki markmanninn," sagði Arnar.

„Það er mikið stúderað hegðun og bara allt sem gerist í aðdraganda vítaspyrnukeppni. Það er búið að pæla í þessu öllu, hvað þú tekur marga andadrætti áður en þú tekur tilhlaupið, hversu langt er tilhlaupið, hvert horfir þú þegar þú ert að fara taka víti," sagði Gunnar Birgisson.

„Ég hugsa að Króatar hafi fengið næstum því 10 í einkun fyrir allt í kringum þetta, mér fannst allir vera meðvitaðir um aðstæður, eðlilega, þeir kunna að fara í vítaspyrnukeppni á stórmóti."

Rétt eins og Gunnar kom að í lýsingunni er Króatía með „svarta beltið í vítaspyrnukeppni." Króatía fór í tvær vítaspyrnukeppnir á síðasta HM á leið sinni í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði að lokum gegn Frakklandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner