fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
EyjanFréttir

Sjáðu listann yfir íslenska „lobbýista“ – Hverjir gæta hagsmuna hverra?

Heimir Hannesson
Laugardaginn 27. febrúar 2021 13:00

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um áramótin tóku ný lög um varnir gegn hagsmunaárekstrum í Stjórnarráði Íslands gildi. Í lögunum er þar meðal nýjunga að „hagsmunavörður“ er orðið skráningarskylt starf. Í lögunum er starfið skilgreint þannig að „einstaklingar sem tala máli einkaaðila gagnvart stjórnvöldum og leitast við að hafa áhrif á störf þeirra í atvinnuskyni.“ Þessu fólki er nú skylt að tilkynna forsætisráðuneytinu um sig og hlutverk sitt.

Reglurnar eru sambærilegar og þær sem tíðkast í öðrum löndum. Þannig hafa hagsmunaverðir, eða „lobbýistar“ verið skráningarskyldir í áratugi í Bandaríkjunum og Bretlandi.

Deilt er um uppruna orðsins lobbýisti. Ein útskýringin á orðinu er sú að Ulysses S. Grant, Bandaríkjaforseti á árunum 1869 til 1877 hafi kallað þá sem biðu í anddyri, eða „lobbýi“ Willard hótelsins í Washingtonborg eftir því að komast að honum eða samstarfsmönnum hans í Hvíta húsinu. Inn af anddyrinu er hótelbarinn Round Robin bar, þar sem þingmenn, forsetar, og starfsfólk ráðuneyta og Hvíta hússins hafa heimsótt títt í gegnum árin. Enn í dag er hægt að setjast þar niður og hlusta á hátt setta ráðamenn í Bandaríkjunum ræða um þingsályktunartillögur, frumvörp og ætlanir Bandaríkjastjórnar. Ekki er hægt að fullyrða um hvort þessi skýring sé hin eina rétta.

Ekki væsir um gesti Willard hótelsins í Washingtonborg.

Sem fyrr sagði hafa lögin nú tekið gildi og var vefsvæði stjórnarráðsins þar sem listi yfir þessa einstaklinga er birtur opnað í blálok nýliðinnar viku.

Þar eru nú að sjá 27 einstaklinga sem starfa fyrir 10 samtök. Listinn er hér birtur í heild sinni:

Hagsmunasamtök heimilanna

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, stjórnarformaður samtakanna

Vilhjálmur Bjarnason, varaformaður samtakanna

Guðmundur Ásgeirsson, sérfræðingur á málefnasviðum samtakanna

Félag atvinnurekenda

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri félagsins

Guðný Hjaltadóttir, lögmaður

Páll Rúnar M. Kristjánsson, lögmaður með starfsstöð hjá MAGNA lögmönnum

Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ)

Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ

Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ

Sara Dögg Svanhildardóttir, skrifstofustjóri SVÞ

Þóranna Kristín Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ

Samtök Ferðaþjónustunnar

Ágúst Elvar Bjarnason, verkefnastjóri

Baldur Arnar Sigmundsson, lögfræðingur

Gunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri

Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi

Vilborg Helga Júlíusdóttir, hagfræðingur

Samorka

Helgi Jóhannesson, formaður

Páll Erland, framkvæmdastjóri

Samtök Atvinnulífsins (SA)

Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA

Viðskiptaráð Íslands

Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs

Ari Fenger, stjórnarformaður Viðskiptaráðs

Samtök fjármálafyrirtækja (SFF)

Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri SFF

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS)

Ólafur Marteinsson, formaður SFF

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFF

Frumtök, samtök frumlyfjaframleiðenda á Íslandi

Jakob Falur Garðarsson, framkvæmdastjóri

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí