Sport

Heims­meistarinn dæmdur í tveggja ára bann | Missir af Ólympíu­leikunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Coleman hefur verið dæmdur í tveggja ára bann fyrir að missa ítrekað af lyfjaprófum.
Coleman hefur verið dæmdur í tveggja ára bann fyrir að missa ítrekað af lyfjaprófum. EPA-EFE/VALDRIN XHEMA

Cristian Coleman – ríkjandi heimsmeistari í 100 metra spretthlaupi – hefur verið dæmdur í tveggja ára keppnisbann fyrir að missa af þremur lyfjaprófum í röð. Þýðir það að Coleman mun missa af Ólympíuleikunum sem fram fara í Tókýó í Japan á næsta ári.

Hinn 24 ára gamli Coleman vann 100 metra spretthlaupið á HM í frjálsum íþróttum sem fram fór í Doha í Katar á síðasta ári. Hann var einnig hluti af liði Bandaríkjanna sem vann 4x100 metra boðhlaupið í Doha.

Coleman hefur 30 daga til að áfrýja dómnum og talið er að Bandaríkjamaðurinn muni áfrýja dómnum til Áfrýjunardómstóls íþróttamála [CAS].

Coleman vill meina að hann hafi ekki gert neitt af sér og að þeir sem taki lyfjaprófin hafi ekki látið hann vita með nægilega miklum fyrirvara. Hefur Coleman meðal annars sagt á samfélagsmiðlum að hann muni taka lyfjapróf á hverjum degi það sem eftir er til að sanna sakleysi sitt.

BBC greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×