Valin í úrvalsliðið fjórða árið í röð

Sólrún Inga í leik með Costal Georgia
Sólrún Inga í leik með Costal Georgia Ljósmynd/Aðsend

Körfuknattleikskonan Sólrún Inga Gísladóttir var valin í úrvalslið Sun-deildarinnar í bandaríska háskólaboltanum, en tímabilinu lauk í vikunni.

Sólrún, sem lék með Haukum áður en hún hélt til Georgíu í Bandaríkjunum í háskóla, hefur verið í úrvalsliði deildarinnar öll fjögur tímabilin sem hún lék með Coastal Georgia Mariners.

Hún lék 24 leiki á tímabilinu og skoraði í þeim 10 stig og tók fjögur fráköst að meðaltali. Þá var hún með 37% nýtingu fyrir aftan þriggja stiga línuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert