Thulin lokaði markinu í stórsigri Svía

Tobias Thulin lokaði markinu gegn Pólverjum.
Tobias Thulin lokaði markinu gegn Pólverjum. AFP

Tobias Thulin átti stórleik í marki Svíþjóðar þegar liðið vann stórsigurgegn Póllandi í milliriðli II á Evrópumóti karla í handknattleik sem fram fer í Ungverjalandi og Slóvakíu í Bratislava í dag.

Leiknum lauk með 28:18-sigri Svíþjóðar en Thulin var með 40% markvörslu og varði alls tólf skot í leiknum.

Liðin skiptust á að skora á fyrstu mínútunum en eftir fimmtán mínútna leik lokaði Thulin markinu og Svíar leiddu 14:6 í hálfleik.

Svíar náðu mest þrettán marka forskoti í síðari hálfelik, 23:10, og Pólverjar voru aldrei líklegir til þess að snúa leiknum sér í vil.

Emil Mellegard, Hampus Wanne og Fredric Pettersson skoruðu fjögur mörk hver fyrir Svíþjóð en Arkadiusz Moryoto og Przemyslaw Krajewski skoruðu fimm mörk hvor fyrir Pólland.

Svíar eru með 4 stig í öðru sæti milliriðils II en Pólland er án stiga í neðsta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert