Velta Kerecis komin yfir 10 milljarða

Velta líftæknifyrirtækisins Kerecis jókst um tæplega 160% milli fjárhagsáranna 2021 og 2022, eða úr 29 milljónum dala í 74,3 milljónir dala. Síðarnefnda fjárhæðin samsvarar um 10,5 milljörðum króna.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis, segir að um helming þessarar aukningar megi rekja til aukinnar sölu til sjúkrahúsa í Bandaríkjunum, í kjölfar þess að fyrirtækið kynnti nýjar vörur til sögunnar og um helming til sölu til læknastofa. Um 20 þúsund sjúklingar hafi notað vörur fyrirtækisins í fyrra og sé áformað að þeim fjölgi um 60-80% milli ára. Með því aukist veltan í allt að 18,3 milljarða króna á þessu fjárhagsári.

Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, á aðalfundi félagsins síðastliðinn mánudag.
Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, á aðalfundi félagsins síðastliðinn mánudag. Ljósmynd/Birgir Ísleifur

Fjórfaldast milli ára

Athygli vekur að handbært fé félagsins rúmlega fjórfaldast milli fjárhagsára. Fer úr 23,5 milljónum dala í 99,7 milljónir dala en hagnaður nam 2,1 milljón dala.

Markaðshlutdeild Kerecis í Bandaríkjunum var um 5% á þriðja ársfjórðungi í fyrra og er þá miðað við líffræðilega sárameðhöndlun, en sá markaður er metinn á um 430 milljónir dala vestanhafs.

Lestu ítarlegra samtal í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK