Blússan er úr smiðju Stine Goya, dansks fatahönnuðar, sem íslenskir tískulaukar ættu margir að kannast við. Og innreið blússunar inn í íslenskan fjölmiðlaheim er eftirtektarverð.
Hvorki meira né minna en sex fjölmiðlakonur, þar á meðal undirrituð, fjárfestu í blússunni nú í vetur og hafa flestar skartað henni á skjánum að auki.
Á mínútu 5:20 í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar blússurnar sex voru leiddar saman í fyrsta, og líklega eina, skiptið. Sjón er sögu ríkari.
Rétt er að taka fram að ekki er um að ræða samantekin ráð heldur einskæra tilviljun. Líklegt má teljast að aldrei hafi ein flík notið viðlíka vinsælda meðal fréttamanna, ef frá er talið gula vestið sem stéttin skartar gjarnan á vettvangi náttúruhamfara. Ja, eða hreinlega í fréttasettinu eins og Kristján Már Unnarsson forðum.