Fasteignaverð á Spáni hækkaði um 9% á milli ára í janúar. Íbúðaverð hefur ekki hækkað jafn mikið á milli ára í rúm 16 ár, eða síðan í september 2006.

Dýrasta fasteignaverðið er í San Sebastian í Baskalandi. Þar á eftir koma Barcelona og höfuðborgin Madrid.

Stór ástæða fyrir mikilli hækkun fasteignaverðs á Spáni er hversu hátt hlutfall af húsnæðislánum er á breytilegum vöxtum samanborið við annars staðar í Evrópu. Nú þegar vextir á lánunum hækka meira á næstunni flykkist fólk á húsnæðismarkaðinn á meðan það hefur enn efni á því, að því er kemur fram í grein hjá Bloomberg.

Á sama tíma hefur framboð af nýbyggingum minnkað verulega vegna hærri byggingarkostnaðar og skorts á vinnuafli.