Atvinnuleysi enn mikið og útbreitt

Enn er mikið og útbreitt atvinnuleysi á landinu, þrátt fyrir að atvinnulausum hafi fækkað hægt og sígandi á síðustu mánuðum.

Samtals eru rúmlega 20.000 manns án atvinnu í almenna bótakerfinu. Ríflega 1.000 fleiri voru án atvinnu í marsmánuði.

Þrátt fyrir það hefur mikil fjölgun orðið í hópi langtímaatvinnulausra. Tæplega 14.000 einstaklingar höfðu í lok seinasta mánaðar verið án atvinnu í hálft ár eða lengur. Þá höfðu 6.495 almennir atvinnuleitendur jafnframt verið án atvinnu í meira en tólf mánuði.

Almennt atvinnuleysi minnkaði þriðja mánuðinn í röð í apríl og mældist þá 10,4% en það var 11% í mars, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert