Stormy Daniels bar vitni í máli Trump

Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í dómsal.
Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, í dómsal. AFP/Mary Altaffer

Klámmyndaleikkonan Stormy Daniels bar í dag vitni í dómsal í New York þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, er fyrir rétti.

Daniels, sem heitir löglega Stephanie Clifford, svaraði spurningum frá Susan Hoffinger, saksóknara í málinu.

Hoffinger vill sanna að Trump hafi hulið greiðslur til vitnisins sem ákæruvaldið heldur fram að hafi verið greiddar í þeim tilgangi að þagga niður í Daniels og koma í veg fyrir að hún uppljóstraði kynferðislegum kynnum þeirra sem hún segir að hafi átt sér stað á golfmóti árið 2006.

Stormy Daniels bar vitni í máli gegn Trump í dag.
Stormy Daniels bar vitni í máli gegn Trump í dag. AFP

Mótmæltu vitnisburðinum

Fyrir réttarhöldin í dag lýsti Trump yfir óánægju sinni á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, með hvað hann hefði verið upplýstur seint um að vitni dagsins yrði Stormy Daniels.

Sagði hann það fordæmalaust og að það gæfi lögmönnum hans allt of skamman tíma til að undirbúa sig. Þeirri færslu hefur síðan verið eytt.

Hann mætti í dómsalinn í dag og byrjaði á því að ræða ákaft við Blanche, aðallögmann sinn.

Réttarhöldin hófust á því að annar lögmaður Trump, Susan Necheles, mótmælti því að Daniels væri boðuð til að ræða meintu kynni klámmyndaleikkonunnar og forsetaframbjóðandans fyrir framan kviðdóminn.

Necheles sagði að ef Daniels fengi að bera vitni um kynferðislegt athæfi þá yrði það óhóflega skaðlegt.

Saksóknarinn lofaði að vitnisburðurinn myndi ekki innihalda neinar lýsingar á kynfærum en sagði þó að það væri mikilvægt að staðfesta kynlífsathöfnina og hvernig henni hefði liðið með hana.

Svo bætti Hoffinger við að það kæmu nokkur stutt smáatriði í vitnisburði Daniels.

Daniels var nefnd „Miss Nude America“

Klámstjarnan hóf vitnisburðinn á að lýsa skólagöngu sinni, reynslu hennar af hestamennsku og dansi.

Forsetaframbjóðandinn ræddi við lögmann sinn, Todd Blanche, á meðan klámstjarnan lýsti því að hafa verið nefnd „Miss Nude America“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert