Höfðu trú á að flugfélögin hefðu meiri burði í sér

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristinn Magnússon

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir aldrei hafa staðið til að ríkisstyrkt flug yrði yfir vetrarmánuðina til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Því sé ekkert nýtt að Vegagerðin ætli ekki að framlengja samning sinn við Erni/Mýflug. 

Flugfélagið hættir áætlunarflugi til áfangastaðina 1. apríl. 

Misskilningur um ríkisstyrkt flug allt árið

Greint var frá því um helgina að Vegagerðin hygðist ekki framlengja samning sinn við Erni/Mýflug. Þá kom einnig fram að flug til Húsavíkur og Vestmannaeyja yrði boðið út fyrir næsta vetur. 

Þá segir í tilkynningunni að misskilning hafi gætt um að halda ætti út ríkisstyrktu flugi á heilsársgrundvelli. Það hefur ekki staðið til en sú nýjung að styrkja flug yfir þessa vetrar mánuði hefur verið tekin.

Útboð ætti að skila meiri fyrirsjáanleika

Sigurður Ingi segir að ákveðið hafi verið að fljúga bara yfir vetrarmánuði til að reyna að viðhalda flugi á svæðinu. Einnig sé verið að styrkja almenningssamgöngur á svæðunum með öðrum hætti. 

„Við höfum verið að vinna að því að búa til meiri fyrirsjáanleika með því að bjóða út til einhvers tíma, ekki á hverju ári heldur til nokkra ára,“ segir Sigurður Ingi en flug­fé­lög­in tvö gagnrýndu meðal annars ófyrirsjáanleika fyrir notendur og samningsaðila í tilkynningu sem þau sendu frá sér á sunnudag.

Sigurður Ingi segir að útboðið ætti klárlega að skila meiri fyrirsjáanleika. 

„Við höfum síðan haft þá trú að flugfélögin hefðu burði í sér til þess að halda áfram flugi þegar fleiri ferðamenn og meiri umsvif væru í gangi, en það kemur ekki ríkinu við,“ segir Sigurður Ingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert