Arnór bætir við sig í gegnum YNWA

Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, bætti við sig 950 …
Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, bætti við sig 950 þúsund hlutum í tryggingafélaginu í dag í gegnum félagið YNWA ehf. Ljósmynd/Aðsend

Arnór Gunnarsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá VÍS, hefur bætt við sig 950 þúsund hlutum í félaginu, samtals að verðmæti tæplega 15 milljónir. Hlutabréfin keypti hann í gegnum eigið fjárfestingafélag sem heitir YNWA ehf.

Samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar vegna viðskipta fruminnherja keypti Arnór bréfin á genginu 15,47 í dag, eða fyrir samtals 14,7 milljónir.

Fyrir á Arnór 311.594 hluti í félaginu í eigin nafni og 1,33 milljón hluti í gegnum YNWA ehf. Eftir kaupin á hann því samtals í eigin nafni og í gegnum fjárfestingafélagið 2,59 milljón hluti, en miðað við fyrrnefnt gengi bréfa í VÍS er verðmæti hlutarins upp á 40,1 milljón króna.

Flestir stuðningsmenn fótboltafélagsins Liverpool ættu að kannast við heiti fjárfestingafélagsins, en heiti þess er sama og skammstöfun stuðningslags félagsins, You'll never walk alone. 

Lagið er banda­rískt að upp­runa, samið 1945, en stuðnings­menn Li­verpool hófu að syngja það 1963. Það varð fljótt ein­kenn­islag liðsins og nú er það sungið fyr­ir hvern leik á heima­velli Liv­erpool, An­field.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK