Útboðsþing Samtaka Iðnaðarins sem haldið er í samstarfi við Mannvirki - félag verktaka og Félag vinnuvélaeigenda fer fram í beinu streymi í dag milli 13:00-15:00.

Á þinginu kynna fulltrúar 11 opinberra aðila fyrirhugaðar verklegar framkvæmdir á árinu og fæst því gott yfirlit yfir helstu útboð ársins. Árni Sigurjónsson, formaður SI setur upp þingið og Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, flytur ávarp.