Bræðurnir skoruðu 15 mörk fyrir Val

Arnór Snær Óskarsson tekinn föstum tökum í kvöld.
Arnór Snær Óskarsson tekinn föstum tökum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Valur vann sjö marka sigur á HK í Olís-deild karla í handknattleik í kvöld en liðin mættust á Hlíðarenda. 

Valur var yfir 16:14 að loknum fyrri hálfleik en bætti við forskotið í síðari hálfleik.

Bræðurnir Benedikt Gunnar og Arnór Snær Óskarssynir voru markahæstir hjá Val. Benedikt með 10 mörk og Arnór með 5 mörk. Samkvæmt HB Statz forritinu á vef HSÍ þá nýttu þeir báðir allar skottilraunir sínar í leiknum. Björgvin Páll Gústavsson varði 13 skor í markinu og var með 34% markvörslu. 

Elías Björgvin Sigurðsson skoraði 5 mörk fyrir HK og Kristján Ottó Hjálmsson skoraði 4 mörk. Markverðir HK vöru 11 skot í leiknum. Róbert Örn Karlsson varði 7 og Sigurjón Guðmundsson varði 4 en báðir voru með 25% markvörslu. 

Íslands- og bikarmeistarar Vals hafa unnið fyrstu þrjá leikina í deildinni en nýliðar HK hafa tapað báðum leikjunum til þessa. 

Elías Björgvin Sigurðsson brýst í gegnum vörn Vals í kvöld …
Elías Björgvin Sigurðsson brýst í gegnum vörn Vals í kvöld en hann skoraði 5 mörk fyrir HK. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert