Navalní með hita og hósta innan um berklasmitaða

Alexei Navalní.
Alexei Navalní. AFP

Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hefur verið með hita og þrálátan hósta undanfarna daga. Hann dvelur nú í fangelsi vegna dóms sem hann hlaut fyrir spillingu og hann segir að dæmi séu um berklasmit innan veggja fangelsisins.

Lögmenn Navalnís segja hann illa á sig kominn og hafa grennst óeðlilega mikið í kjölfar hungurverkfalls. BBC greinir frá. 

Navalní var handtekinn við komuna til Rússlands í janúar og dæmdur til fangelsisvistar skömmu síðar. Hann var þá nýkominn frá Þýskalandi þar sem hann þáði læknismeðferð eftir að rússnesk stjórnvöld eitruðu fyrir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert