Alfons og félagar upp fyrir Ajax

Alfons Sampsted í leik með íslenska landsliðinu.
Alfons Sampsted í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alfons Sampsted, landsliðsmaður í knattspyrnu, og liðsfélagar hans í Twente hafa átt góðu gengi að fagna í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og komust með 2:0-sigri á Utrecht í dag upp fyrir ríkjandi meistara Ajax.

Alfons kom inn á sem varamaður eftir rúmlega klukkutíma leik í dag en hafði verið í byrjunarliðinu í fyrstu tveimur leijum sínum fyrir Twente eftir að hann kom frá Bodö/Glimt í upphafi ársins, sigurleik gegn Emmen og jafntefli gegn Ajax.

Topplið Feyenoord og Ajax gerðu jafntefli í dag og er Twente því nú í þriðja sæti deildarinnar með 34 stig, einu stigi á eftir PSV í öðru sæti og fjórum á eftir Feyenoord.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert