Það besta frá íslenskum teiknurum

Elías Rúni var verðlaunaður fyrir verkefnið Meinlaust? í flokki Myndlýsinga …
Elías Rúni var verðlaunaður fyrir verkefnið Meinlaust? í flokki Myndlýsinga fyrir auglýsingar og herferðir. Ljósmynd/Aðsend

Verðlaun Félags íslenskra teiknara voru afhent í 22. sinn í kvöld. Þar voru veittar viðurkenningar fyrir það besta í grafískri hönnun og myndlýsingum á Íslandi. Alls bárust yfir 500 innsendingar í 21 flokk, sem er met, og þar af voru 92 verkefni tilnefnd. 

Í hverjum flokki voru veitt ýmist annað hvort eða bæði gull- og silfurverðlaun. Yfirlit yfir verðlaun í öllum flokkum má finna hér að neðan:

Stakar myndlýsingar

Silfurverðlaun

Verkefni: Abbababb!

Verkkaupi: Kisi Production

Hönnuður: Atli Sigursveinsson

Umsögn: Vandlega unnið, sterkt og litríkt handbragð. Lýsir tíðarandanum og talar vel til barna. Raunsæisstíll sem fangar anda myndarinnar vel. Sterk endurspeglun á persónum í teikningum.

Verkefni: Reykjavik Jazz

Verkaupi: Reykjavík Jazz Festival

Hönnuðir: Arnar Ingi Viðarsson & Arnar Fells Gunnarsson

Umsögn: Læsileg, einföld og sterk lausn. Litir og form sækja í gullöld djassins sem skapar skemmtileg áhrif. Fangar hreyfingu og tónlist með sterkum geómetrískum formum.

Gullverðlaun

Verkefni: Álfheimar 2: Risinn

Verkkaupi: Angústúra

Hönnuður: Atli Sigursveinsson

Myndlýsingar fyrir auglýsingar og herferðir

Silfurverðlaun

Verkefni: Portable Electric

Verkkaupi: Portable Electric

Hönnuður: Þorleifur Gunnar Gíslason

Umsögn: Falleg og vandlega hugsuð mynstur sem túlka orku, hreyfingu og núning. Virka vel í fjölbreyttri notkun og útfærslu, svarthvítt eða í lit. Sterk myndbygging, faglegt og stílhreint.

Gullverðlaun

Verkefni: Meinlaust?

Verkkaupi: Jafnréttisstofa

Hönnuður: Elías Rúni

Umsögn: Sterk skilaboð herferðar endurspegluð í teikningum og litum. Tjáningarríkar teikningar með sterkri litanotkun, beitt og sker sig úr. Áberandi og virkar bæði vel í prenti og skjá.

Myndlýsingaröð

Silfurverðlaun

Verkefni: Bjössi

Verkkaupi CCEP

Hönnuður: Þorvaldur Sævar Gunnarsson

Umsögn: Sterkur karakter sem virkar í mismunandi kringumstæðum. Heildstætt, fjörugt, litríkt og kómískt útlit sem talar til ólíkra markhópa. Bjössi er viðkunnanlegur karakter. Vel teiknað og skýrt.

Verkefni: Illustrated Relations of Iceland and Finland: 75 years and more

Verkkaupi: Utanríkisþjónustur Íslands og Finnlands

Hönnuðir: Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir & Lotta Kaarina Nykänen

Umsögn: Fræðandi og aðgengilegt fyrir alla aldurshópa. Mjög skemmtilegar og lifandi teikningar sem gefa viðfangsefninu lífi. Stílhrein og sterk litapalletta. Myndheimurinn býður upp á alls kyns möguleika við uppsetningar.

Gullverðlaun

Verkefni: Safnahúsið

Verkkaupi: Listasafn Íslands

Hönnuður: Ari Hlynur Guðmundsson Yates

Umsögn: Skemmtilega teiknaður og hugmyndaríkur heimur. Margbrotið, hressilegt og nær til markhópsins. Sköpunargleðin skín í gegn, alveg út í minnstu smáatriði.

Veggspjöld

Silfurverðlaun

Verkefni: Landsbankinn × EM 2022

Verkkaupi: Landsbankinn

Hönnuður: Eysteinn Þórðarson

Umsögn: Orkumikið, kraftmikið og grípandi. Myndefni og letur búa til mikla hreyfingu og kraft. Handverk í letrinu gerir viðfangsefnið persónulegra.

Verkefni: Godland / Volaða land

Verkkaupi: Join Motion Pictures

Hönnuður: Daniel Imsland

Umsögn: Einstakar ljósmyndir sem draga mann samstundis inn í tíðarandann. Áferð og framsetning á letri styrkir heildina svo um munar.

Gullverðlaun

Verkefni: Rusl

Verkkaupi: Rusl

Hönnuðir: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson & Sóley Lee Tómasdóttir

Umsögn: Fallegt myndefni parað við forvitnilegt og fallegt letur sem virkar í fyrstu torlæsilegt og fangar augað. Nútímalegt og ferskt. Litaval og formbygging áhugaverð. Dregur fram hið ljóðræna úr hinu hversdagslega.

Bókakápur

Silfurverðlaun

Verkefni: Álfheimar 2: Risinn

Verkkaupi: Angústúra

Hönnuður: Atli Sigursveinsson

Umsögn: Kápan endurspeglar söguna á sterkan máta. Litrík og leikandi. Heildræn myndskreyting sem talar vel við handgert letrið.

Verkefni: JARÐSETNING

Verkkaupi: Angústúra

Hönnuðir: Snæfríð Jóhanna Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir

Umsögn: Styrkleiki í öllum smáatriðum og einfaldleika í sínum. Týpografían er sterk og ákveðin fíngerð frávik lyfta verkinu á annað stig.

Gullverðlaun

Verkefni: Svefngríman

Verkkaupi: Angústúra

Hönnuðir: Birna Geirfinnsdóttir & Arnar Freyr Guðmundsson

Umsögn: Kápan endurspeglar titil og innihald bókar á skapandi og óvæntan hátt. Ekki er allt gull sem glóir.

Birna Geirfinnsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson voru verðlaunuð fyrir kápu …
Birna Geirfinnsdóttir og Arnar Freyr Guðmundsson voru verðlaunuð fyrir kápu bókarinnar Svefngríman.

Bókahönnun

Silfurverðlaun

Verkefni: Ævarandi hreyfing / Perpetual Motion

Verkkaupi: Myndlistarmiðstöð, Listasafn Reykjavíkur & BERG Contemporary

Hönnuðir: Arnar Freyr Guðmundsson & Birna Geirfinnsdóttir

Umsögn: Framleiðsla og vinnsla til fyrirmyndar. Gæði ljósmyndanna verða til þess að myndirnar sjálfar færa verkin nær lesandanum.

Verkefni: Farsótt

Verkkaupi: Sögufélag

Hönnuðir: Arnar Ingi Viðarsson & Arnar Fells Gunnarsson

Umsögn: Aðlaðandi og forvitnileg framsetning vekur áhuga á viðfangsefninu. Ýmis skemmtileg smáatriði gefa aukið gildi.

Gullverðlaun

Verkefni: Svefngríman

Verkkaupi: Angústúra

Hönnuðir: Birna Geirfinnsdóttir & Arnar Freyr Guðmundsson

Umsögn: Sterk hugmynd, heildræn og næm nálgun. Hugsað fyrir hverju smáatriði.

Verkefni: JARÐSETNING

Verkkaupi: Angústúra

Hönnuðir: Snæfríð Jóhanna Þorsteins & Hildigunnur Gunnarsdóttir

Umsögn: Viðfangsefni bókarinnar birtist mjög skýrt í allri umgjörð og hönnun. Vel hugað að öllum smáatriðum. Maður fær áþreifanlega tilfinningu fyrir viðfangsefninu. Efnis-, letur- og litaval endurspeglar viðfangsefni bókarinnar á mjög skýran hátt.

Upplýsingahönnun

Gullverðlaun

Verkefni: Umferðin.is

Verkkaupi: Vegagerðin

Hönnuðir: Atli Þór Árnason, Hörður Lárusson & Simon Viðarsson

Umsögn: Fyrst og fremst aðgengilegt og notendavænt. Vel hugað að öllum atriðum og vandlega leyst. Virkni og hönnun haldast vel í hendur.

Umhverfisgrafík

Silfurverðlaun

Verkefni: Hrekkjavökuhakkarinn

Verkkaupi: TM

Hönnuðir: Sigríður Ása Júlíusdóttir, Guðmundur Heiðar Helgason & Emma Theodórsdóttir

Umsögn: Frábær notkun á miðlinum og vel tímasett nú þegar umræða um netöryggi er fyrirferðarmikil. Atburðarásin í birtingaferlinu var áhugaverð og vel útfærð, eftir því sem sem leið á daginn.

Gullverðlaun

Verkefni: Hafnartorg: Gluggar

Verkkaupi: Reginn

Hönnuður: Alberto Farreras Muñoz

Umsögn: Falleg og ljóðræn stemmning. Lágstemmd umhverfisgrafík sem býr til útsýni í gluggalausu rými. Snjallur dúalismi skapar réttu stemninguna, á daginn og svo kvöldin. Styrkir rýmið á smekklegan hátt. Fær það til að rísa á daginn og færir það neðansjávar á kvöldin.

Stakar auglýsingar fyrir prentmiðla

Silfurverðlaun

Verkefni: Iceland Airwaves: Augmented reality

Verkkaupi: Icelandair

Hönnuðir: Gunnar Þór Arnarson, Silvía Pérez De Luis & Björn Daníel Svavarsson

Umsögn: Skemmtilegt hvernig prentauglýsingu er hér gefin ný vídd. Smellpassar við tilefnið og hefur skemmtanagildi.

Gullverðlaun

Finndu muninn

Blush

Agga Jónsdóttir

Umsögn: Vel leyst í alla staði. Falleg myndbygging, skemmtileg marglaga fyrirsögn og fágað yfirbragð. Hér hefur tekist vel til við að auglýsa vandmeðfarið efni á afar skapandi hátt.

Auglýsingaherferðir

Silfurverðlaun

Verkefni: Það má ekkert lengur

Verkkaupi: Virk

Hönnuðir: Rósa Hrund Kristjánsdóttir, Davíð Terrazas, Erla María Árnadóttir & Snædís Malmquist

Umsögn: Vitundarvakning sem tæklar neikvæða orðræðu og býr til hollt samtal í samfélaginu. „Það má ekkert lengur“ er frasi sem var gjaldfelldur í mikilvægri umræðu og sterkt að vekja máls á því. Textagerð og útfærsla mjög vel gerð.

Verkefni: Elskaðu þig. FyrirÞig.

Verkkaupi: NOVA

Hönnuðir: Jón Ari Helgason, Dóra Haraldsdóttir, Jón Ingi Einarsson, Alexander Le Sage de Fontenay & Steinar Júlíusson

Umsögn: Vel leyst. Málaflokkur sem er mjög til umræðu og eftirtektarvert að sjá fyrirtæki beita sér fyrir samfélagslegum málefnum án þess að vera beint að selja áhorfandanum ákveðna vöru. Góð notkun á víðu sviði miðla og gott að sjá efni útfært fyrir pólskan markhóp. Að fá fólk til að hugsa um geðrækt sem jafn sjálfsagðan hlut og líkamsrækt er virðingarvert.

Verkefni: Það veltur margt á íslenskum sjávarútvegi

Verkkaupi: Samtök fyrirtæka í sjávarútvegi

Hönnuðir: Hrafn Gunnarsson, Jón Ingi Einarsson, Jón Ari Helgason & Steinar Júlíusson

Umsögn: Snjöll og einföld hugmynd sem gefur áhugaverða mynd af áhrifum innan greinarinnar á fjölbreyttum vettvangi. Vel útfærð hugmynd, allt frá slagorði yfir í myndbyggingu.

Gullverðlaun

Verkefni: Finndu muninn

Verkkaupi: Blush

Hönnuðir: Agga Jónsdóttir, Margrét Ósk Hildur Hallgrímsdóttir & Anton Kaldal Ágústsson

Umsögn: Vel leyst og óhefðbundnir miðlar notaðir. Normalisering á vandmeðfarinni vöru. Virðisaukandi, minnkar fordóma og finnur leið framhjá hindrunum og ritskoðun fjölmiðla.

Umbúðir og pakkningar

Gullverðlaun

Verkefni: Umbúðir fyrir nýtt kort indó

Verkkaupi: indó

Hönnuður: Jón Páll Halldórsson

Umsögn: Óhefðbundnar og skemmtilegar umbúðir fyrir annars frekar hversdagslegan hlut. Nýstárleg leið til að afhenda vöruna á hressandi hátt.

Verkefni: Venja

Verkkaupi: Venja

Hönnuður: Agga Jónsdóttir

Umsögn: Litríkar og viðeigandi fyrir vöruna en um leið notendavænt. Þjónar vörunni á framúrskarandi hátt. Týpógrafían og grafíkin færir skemmtilegan og litríkan blæ yfir viðfangsefnið. Kraftmikill búningur. Flott stakt og einnig sem heildarlína.

Geisladiskar og plötur

Silfurverðlaun

Verkefni: While We Wait

Verkkaupi: RAKEL, ZAAR & Salóme Katrín

Hönnuður: Aron Freyr Heimisson

Umsögn: Aðlaðandi á óvæntan hátt og djarft í einfaldleika sínum. Ferskur andblær í samtímahönnun.

Verkefni: Models of Duration

Verkkaupi: John McCowen

Hönnuðir: Viðar Logi & John McCowen

Umsögn: Hrátt, öflugt, órætt og forvitnilegt. Óvænt og kraftmikið aðdráttarafl.

Gullverðlaun

Verkefni: Owls

Verkkaupi: Magnús Jóhann

Hönnuður: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson

Umsögn: Lágstemmt en mjög vandað handverk með djúpt næmi fyrir tónlistinni sjálfri. Hver og ein plata er einstök.

Firmamerki

Silfurverðlaun

Kramber

Hönnuður: Þorgeir K. Blöndal

Umsögn: Evrópskt kaffihús. Hér fer ekki milli mála hvert viðfangsefnið er. Vel leyst og frumlegt. Áhugaverð týpógrafía. Formfast en um leið organískt.

Gullverðlaun

Verkefin: Rusl

Hönnuðir: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson & Sóley Lee Tómasdóttir

Umsögn: Frumlegt merki sem kristallar boðskap hátíðarinnar. Lífræn leikgleði sem er vel útfærð. Taumlaust og torlæsilegt sem er um leið styrkur þess. Sækir á jaðarinn en um leið aðgengilegt. Endurspeglar viðfangsefnið.

Viktor Weisshappel Vilhjálmsson og Sóley Lee Tómasdóttir voru verðlaunuð fyrir …
Viktor Weisshappel Vilhjálmsson og Sóley Lee Tómasdóttir voru verðlaunuð fyrir vinnu sína fyrir Rusl.

Menningar- og viðburðamörkun

Silfurverðlaun

Verkefni: Rusl

Hönnuðir: Viktor Weisshappel Vilhjálmsson & Sóley Lee Tómasdóttir

Umsögn: Áhugaverð og grípandi, prýtt ljósmyndum sem sýna fegurðina í ruslinu. Heilsteypt og ferskt útlit þar sem sköpun skín í gegn. Sterkt myndmál og konseptið yfirfært á ýmsa miðla.

Mörkun fyrirtækja

Silfurverðlaun

Verkefni: Seven Glaciers

Hönnuðir: Þorleifur Gunnar Gíslason, Arnar Halldórsson & Eva Árnadóttir

Umsagnir: Orkumikið og heilsteypt. Vel unnið með grafísk form sem vísa sterklega í efnið. Fjölbreytt notkun sem virkar í mörgum miðlum og myndar sannfærandi heild.

Verkefni: Portable Electric

Hönnuðir: Þorleifur Gunnar Gíslason, Þorgeir K. Blöndal & Arnar Halldórsson

Umsögn: Eftirtektarverður myndheimur og einfalt myndmál skapa sterka heild.

Hreyfigrafík

Silfurverðlaun

Verkefni: The One Show

Verkkaupi: The One Club for Creativity

Hönnuðir: Arnar Ingi Viðarsson & Arnar Fells Gunnarsson

Umsögn: Heildræn hugsun í hreyfingu og hljóði. Litir og ljós kallast vel á við kristallana. Mikil dýpt í grafíkinni. Öll grafísku formin spila vel saman. Snjöll tenging milli kristalla og blýanta.

Verkefni: Straumurinn er í Öskju

Verkkaupi: Askja

Hönnuðir: Íris Martensdóttir, Máni Sigfússon & Jón Ari Helgason

Umsögn: Vönduð og sterk fagurfræði. Hljóð og mynd vinna vel saman og mynda góða heild. Kemur skýrt fram hvað er verið að auglýsa, spennandi tenging við viðfangsefnið. Grípandi og áferðarfallegt.

Gullverðlaun

Verkefni: Sinfónían springur út

Verkkaupi: Sinfóníuhljómsveit Íslands

Hönnuðir: Sigurður Ýmir Kristjánsson, Viktor Weisshappel Vilhjálmsson, Hólmfríður Benediktsdóttir & Guðni Þór Ólafsson

Umsögn: Efni sem virkar fram í tímann og gefur góð fyrirheit um árstíðirnar fjórar. Hreyfingarnar endurspegla viðfangsefnið, sérstaklega með tónlistina undir. Sterk tenging við sinfóníu í litum og allri heildinni. Sterkt verk eftir heimsfaraldurinn, myrkrið hörfar og lífið sprettur fram. Jákvæð hughrif.

Vefsvæði

Silfurverðlaun

Verkefni: Umferðin.is

Verkkaupi: Vegagerðin

Hönnuðir: Atli Þór Árnason, Hörður Lárusson & Simon Viðarsson

Umsögn: Skýr og sterk lausn á flóknu vandamáli. Heiðarleg útfærsla á vegakerfi. Þægilegur í notkun og aðgengilegur. Virknin er hnökralaus og til fyrirmyndar. Öruggur og notendavænn vefur sem virkar jafn vel í tölvu og farsíma.

Verkefni: Abler

Hönnuðir: Steinar Ingi Farestveit & Tinna Hallsdóttir

Umsögn: Stílhreinn og skýr en býr samt yfir óhefðbundnum eiginleikum og ferskum blæ. Viðeigandi fyrir efnið. Skýr framsetning á upplýsingum, sterk týpógrafía og stílhreint yfirbragð. Kemur vörunni vel á framfæri.

Gullverðlaun

Verkefni: Listasafn Íslands

Hönnuðir: Steinar Ingi Farestveit & Júlía Runólfs

Umsögn: Frumlegur og líflegur vefur sem leyfir listaverkunum að njóta sín á sama tíma. Snyrtileg útfærsla. Líflegur á minimalískan hátt. Mikill karakter, vandaður og vel útfærður.

Opinn flokkur

Gullverðlaun

Verkefni: Verðlaunaskjöldur Bestu deildarinnar

Verkkaupi: Íslenskur toppfótbolti

Hönnuðir: Baldur Snorrason, Adrian Rodriguez, Þorleifur Gunnar Gíslason & Hrafn Gunnarsson

Umsögn: Frumlegur verðlaunagripur og vel unninn. Gaman að sjá hreyfigrafíkina útfærða á gripnum. Gerir íslenskri arfleifð góð skil.

Nemendaflokkur

Silfurverðlaun

Verkefni: Lamina

Skóli: Hyper Island

Hönnuður: Bíbí Söring

Umsögn: Góðar stúdíur á lýsingu og hreyfingu. Vel útfærð uppbygging á mynd og hljóði. Breyturnar mjög áhugaverðar og þaulhugsaðar.

Gullverðlaun

Verkefni: At the Heart of the Dear

Hönnuður: Sigríður Þóra (Didda) Flygenring

Umsögn: Áhugaverður stíll, einstök karaktereinkenni og grípandi litaval. Frumlegt viðfangsefni sem kallar á meira.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert